Lesum hraðar – Betranám

Description

Áhyggjur af lestrinum? Áttu barn í 1.-4. bekk sem á þreytist fljótt við lestur?

– Ruglast barnið þitt á stöfum?
– Giskar það á orð?
– Er úthaldið lítið?
– Er það fast í “hljóðun”?

Lesum hraðar er þjálfunarnámskeið sem er ætlað að örva viðbragð og sjálfivirkni nemandans. Margir nemendur hika og hökta þegar þeir sjá bókstaf eða orð sem ruglar þá í ríminu.

Með sjálfvirkni er átt við að barnið þitt þurfi ekki að hugsa eða “brjóta heilann” þegar það sér bókstaf eða algeng orð eða orðasambönd. Með því að læra algeng orð utan að verður lesturinn léttari og úthaldið og lestraránægjan eykst.