
BYGG-appið er hjálpartæki við
•	Ástandsskoðun á fasteignum að utan og innan
•	Að áætla kostnað við að laga það sem þarf – kostnaðaráætlun
Með appinu geturðu útbúið og prentað út ástandsskoðanir, viðhaldsáætlanir og gögn til að nota við ákvarðanir og samninga um framkvæmdina. Verð og verkþættir sem eru lögð til í appinu eru sótt úr verðbanka Hannarrs.
Þetta er allt hægt að framkvæma með BYGG-appinu þar sem þú hefur val um að kaupa 1, 2 eða 3 mánuði af notkun.
Það sem appið gerir
•	Leggur til verkþætti sem líklegt er að þú munir velja til viðhalds
•	Veitir þér aðgang að byggingaverðskrá Hannarrs til kostnaðaráætlana
•	Býður þér upp á að breyta texta og verðum verkþátta
•	Býður þér að bæta við nýjum verkþáttum eftir þínu höfði
•	Lætur verklýsingar úr verðskrá Hannarrs fylgja öllum völdum verkþáttum
•	Útbýr ástandsskoðunina þína með athugasemdum og myndum til niðurhals
•	Útbýr og reiknar kostnaðaráætlunina þína til niðurhals
•	Bætir við umsjónar-, óvissu- og eftirlitsþáttum
•	Útbýr heildarviðhaldsáætlun til niðurhals
•	Útbýr verktakahluta áætlunar til niðurhals
•	Útbýr verklýsingu hvers verkþáttar til niðurhals
•	Útbýr útboðsform verksins (magntöluskrá) til niðurhals
Það sem þú gerir
•	Gefur áætluninni nafn
•	Ferð yfir viðhaldsþætti og hakar við afgreiðslu þeirra
•	Gerir athugasemd við þá viðhaldsþætti sem þurfa viðhald
•	Tekur myndir með appinu af þeim viðhaldsþáttum
•	Færir inn magn þeirra viðhaldsþátta sem við á
•	Bætir við verkþáttum eftir þörfum úr byggingarverðskrá eða nýjum sem þú ákveður sjálf(ur)